Fagnámskeið um mikilvægi þekkingar varðandi kostnaðarstjórnun og -stýringu.

Er gæðastjórnun misskilinn kostnaður?

 Gæðastjórnun hefur m.a. það meginmarkmið að auka gæði þjónustu og í leiðinni að lágmarka rekstrarkostnað. Gæði kosta. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Focal. Í námskeiðinu verður rætt um þennan kostnað er tengist gæðastjórnun (Quality Management). Einnig myndast kostnaður ef ekki er gætt að gæðastjórnun eða því alveg sleppt. Sá kostnaður getur m.a. komið fram í rekstarreikningi sem kvörtunarkostnaður eða utan hans  sem minnkandi tekjur eða markaðshlutdeild. Hvað kostar að hafa ekki gæðastjórnun í lagi? Gæðastjórnun tengist beint stjórnunarlegum ákvörðunarrétti sem er einn af hornsteinum hvers fyrirtækis til að viðhalda samkeppnishæfi. Grunnurinn þar liggur m.a. í því að gæðastjórnun sé virk og verkferlar skilvirkir. Hver verður kostnaðurinn ef gæðastjórnun er ekki til staðar? Í námskeiðinu verður m.a. rætt um þennan kostnað og birtingarmynd hans, bæði innan sem utan rekstrarreiknings. Einnig verður fjallað um spurningar eins og; Hvað getur óskilvirkni tekið mikið að hagnaði ársins?

Veikleikar við kostnaðarstjórnun (Weakness of Cost Management)

Í námskeiðinu verður fjallað um Veikleika við útreikning á kostnaði og kostnaðarhlutföllum. Kostnaðarútreikningar er grunnur fyrir ákvörðunartöku. Er kostnaður, allur sem hann er séður? Hvað er Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur og hvernig tengist hann kostnaðarstjórnun? Kostnaður og kostnaðarhlutföll eru oftast mikilvægustu forsendur við hverja ákvörðunartöku. Hverjar eru þrjár víddir rekstrarhæfis hvers fyrirtækis? Hvaða forsendur á að nota við útreikninga? Er rekstrarkostnaður óháður fjárfestingu eða eigið fé félagsins?    sjá nánar

Kostnaðarvitund (Cost Knowledge)

Í námskeiðinu er kostnaðarhugtök tengd saman við önnur rekstrarhugtök, eins og „hagkvæmni“, „skilvirkni“ og „markvirkni“. Rætt verður um hvernig kostnaður verður til í rekstri. Þetta er nauðsynleg forsenda til að hafa stjórn á kostnaði. Sérstaða kostnaðar er að hann heldur saman fyrirtækinu og getur einnig sundrað því. Skilningur á kostnaðarhegðun er því mikilvægur þáttur í almennu rekstrarhæfi þess.   sjá nánar

Námskeiðin eru fagnámskeið og því er einungis boðið upp á að halda námskeiðin hjá viðkomandi fyrirtækjum, félögum eða stofnunum.

Vinsamlegst hafið samband við ProControl og fáið frekari upplýsingar, netfang [email protected] eða í síma 853-7575.

Fagnámskeið um forsendur við hagræðingu í rekstrar og við stjórnun.

Óskilvirkni innleiðinga og rekstrarhagræðinga

Kjarni þessa námskeiðs er umræða um af hverju hagræðingaaðgerðir skila ekki alltaf þeirri kostnaðarlækkun sem til var ætlast? Nauðsynlegt er að stjórnendur, sem og aðrir, séu meðvitaðir um þá breytingu sem verður í fyrirtækinu við kostnaðarhagræðingu. Hagræðing breytir kostnaðar-uppbyggingu (Cost Structure). Rekstrarhagræðing hefur í för með sér að “DNA” uppbygging kostnaðar breytist og fyrri kostnaðarþekking getur orðið “óstarfhæft með öllu”. Markmið námskeiðsins er annars vegar að draga fram í dagsljósið af hverju kostnaðaruppbygging breytist og hins vegar að undirbúa stjórnendur, sem og aðra, að takast á við þessa nýju forsendur hvað varðar kostnaðaruppbyggingu fyrirtækisins,

KPI og raunstaða rekstrar

Í námskeiðinu KPI (Key Performance Indicators) og raunstaða rekstrar  er verið að tengja saman árangursmælingar við raunstöðu rekstrar, fjárhags og rekstrarhæfi. En hversu góð er þessi tenging? Sýna frammistöðumælikvarðarnir (KPI´s) raunverulega rekstrar- og fjárhagsstöðu félagsins eða ekki? Ef ekki, þ.e. lítið sem ekkert samband þar á milli, hversu góðar og árangursríkar verða ákvarðanir sem teknar eru á grunni frammistöðumælikvarðanna fyrir reksturinn og rekstrarhæfið í framtíðinni? Kennitölur (Ratios) sem frammistöðumælikvarðar, gegna lykilhlutverki og því nauðsynlegt að skilja bakgrunn þeirra.
sjá nánar

Veikar hliðar virðisgreiningar
(Weakness of Valuation Techniques)

Í þessu námskeiði er fjallað um atriði í virðismati sem ekki er að jafnaði talað um, en getur haft afgerandi áhrif á niðurstöðu virðismatsins, þ.e. virði rekstrar eða fyrirtækis. Er hægt að nota hvaða forsendur sem er? Hvaða grunntölur er best að nota? Nafnverð, bókfært verð eða markaðsver? Hvers vegna “stemma ekki” hlutabréfaútboð? Hvað veldur? Hver er líftími fyrirtækis? Er virðismatið ekki rétt uppbyggt? Er félagið verðlaust ef neikvætt sjóðstreymi? Hvað er rétt virðismat?    sjá nánar

8 stutt gunn-námskeið

sjá nánar

Námskeiðin eru fagnámskeið og því er einungis boðið upp á að halda námskeiðin hjá viðkomandi fyrirtækjum, félögum eða stofnunum.

Vinsamlegst hafið samband við ProControl og fáið frekari upplýsingar, netfang [email protected] eða í síma 853-7575.