ProControl — umræðuefni

17. september 2013

40% og 60%, það er umræðuefnið í dag.
Mikið hefur verið rætt um kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækja er þurfa að aðlaga stjórnarsamsetningu að þessum hlutföllum. Lög nr. 13 frá 2010 um breyting á lögum um hlutafélög nr. 2 frá 1995. Í 2.gr. laganna frá 2010 er fjallar um samsetningu stjórnar segir orðrétt; „1. mgr. 63. gr. laganna orðast svo:  Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%.“ Þessi tilvitnum er hluti úr viðkomandi grein. Sú spurning sem ekki hefur verið mjög mikið rædd er sú; Eru stjórnarákvarðanir stjórna sem ekki uppfylla þessi lagaálvæði ólögmætar eftir 1. september 2013? Í lögunum kemur fram hugtakið skal hvort kyn eiga fulltrúa. Nægir þá að bíða með þessa breytingu þar til á næsta aðalfundi eða EKKI? Er mögulegt að  stjórnarákvarðanir verði ólögmætar frá 1. sept. fram að næsta aðalfundi?

01. ágúst 2013

Er einhver munur á ávöxtun (return) og arðsemi (yield)?

Hugtökin hjálpa fjárfestum til að gera sér grein fyrir fjárhagslegum árangri (financial performance) fjárfestinga. Oftar en ekki er hugtökunum ruglað saman, hér á markaði, og ekki notuð á réttan hátt og framsetning því mögulega villandi. Útreikningar verða að byggja á skilgreiningu (definition) hugtakanna. Þekkingarleysi á því sviði kann að leiða til þess að hætta sé á því að útreikningar verði rangir og ákvarðanir fjárfesta sem þeim fylgja séu einnig rangar. Samanburður getur einnig orðið varhugaverður. Ekki skal rugla þessum hugtökum við heildar ávöxtun (total return) sem hefur allt aðra skilgreiningu en ávöxtun (return) og þar af leiðandi mismunandi forsendur til útreiknings. Meðal grunnskilgreininga sem þarf að huga að eru tímabilin, afturvirkni (retrospective) og framvirkni (prospective) og hvaða efnisþættir fylgja hvoru hugtakinu fyrir sig, t.d. gengishagnaður/-tap (capital gain/loss).

 

Fara efst á síðu