Fyrirtækið

ProControl býður faglega ráðgjöf á fjórum aðalsviðum fyrir félög og fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök sem og einstaklinga.

Ráðgjafarþjónusta ProControl er á fjórum sviðum

1) Hagvernd – fagleg og óháð þjónusta, s.s. gagnvart 3ja aðila, í formi skýrslna, matsgerða, álita og eða umsjónar og eftirfylgni með afmörkuðum þáttum, t.d. innleiðingum, áætlunum, samningum, ávöxtun sjóða. Aðstoðum stjórnir, sem og einstaka stjórnarmenn fyrirtækja og stofnana við starf sitt. Eftirfylgni er hluti af hagverndinni, og er þjónusta sem stuðlar að rauntímaeftirliti, á faglegum grunni. Einnig er í boði áskrift með eftirfylgni gagnvart lögum, reglum sem og fagverkferlum tengt þekkingarsviði viðkomandi, sem dæmi má nefna IFRS, IAS, ISA, IPPF, GIPS og fleiri alþjóðlegumstöðlum.

2) Menntun/námskeið/þekking – Menntun, þekking og námskeið eru að verða eitt af mikilvægustu atriðunum til að viðhalda hæfi og hæfni starfsmanna. Bjóðum þessa þjónustu í þremur aðalflokkum, almenn námskeið, sérhæfð námskeið og fagnámskeið. Hver flokkur hefur svo átta til tíu undirflokka. Séraðlöguð eftirfylgni fylgir sérhæfðu- og fagnámskeiðunum. Gerum einnig úttektir á menntunar- og þekkingarþörf starfsmann eða vinnustaðar sem heild eða einstaks verkferils. Námskeiðin geta verið haldin á vinnustað viðkomandi, og/eða utan almenns vinnutíma.

3) Reikningsskil, endurskoðun og innra eftirlit – Reikningsskil og endurskoðun eru í stöðugri breytingu og því er nauðsyn þess að hafa nýjustu þekkinguna til staðar mun mikilvægari í dag en áður. Bjóðum ráðgjöf við gerð og framsetningu reikningsskila miðað við IFRS. Gerum úttektir á virkni innra eftirlits, sem og aðstoðum við innri endurskoðun, skv. IPPF-stöðlum. Aðstoðum einnig ríkis- og sveitarfélagsstofnanir í þessum efnum. Aðstoðum og veitum ráðgjöf til endurskoðunarnefnda og tökum einnig að okkar setu í endurskoðunarnefndum. Bjóðum einnig mat á áhættugreiningu m.v. viðkomandi rekstur, t.d. markaðsáhætta, rekstraráhætta, vaxtaáhætta o.fl.

4) Rekstur, fjármál og virðismat – Veitum rekstrarráðgjöf m.a. innleiðing og/eða úttektir á kostnaðarstjórnar og -stýringarferlum sem og ráðgjöf við uppbyggingu á greiningartækni vegna frávika, t.d. í rekstraráætlunum. Úttektir/álit á hagkvæmi og skilvirki fjárfestinga, ávöxtun á sjóðum, t.d. miðað við hefðbundna útreikninga og/eða alþjóðlega virðismatsstaðla. Fjármálaráðgjöf, fjármögnun og fjárhögun sem og gerð fjárhags- og fjárfestingaráætlana. Metum og gefum álit á fjárhagseinkunn (rating). Virðismat og mat á fjárfestingarkostum, hlutabréfum, skráðum sem óskráðum. Virðismatstækni, eignir, rekstur, eigið fé, sjóðstreymi sem og hvenær ber að nota vogaða eða óvogað virðismatsútreikninga. Umbreyting á reikningsskilum fyrir virðismat og greining t.d. á vexti, hagnaði, hagnaðarvon o.fl..

 Sjá nánar um þjónustu ProControl – smella hér

ProControl er vörumerki Control ehf, knt. 560206-2750, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2006. VSK nr. 92446

Eigandi er Einar Guðbjartsson, ek.lic., hefur mjög mikla kennslu- og ráðgjafarreynslu á svið rekstrar- og fjármálaráðgjafar, reikningsskila og endurskoðunar, skýrslu- og matsgerða, úttektir, þýðingar sem og álit, bæði fyrir einkaaðila og opinbera aðila. Höfum unnið við ráðgjöf og eftirfylgni vegna eninga tengdum almannahagsmunum. Einnig hefur fyrirtækið haldið fjölda námskeiða, almenn, sérhæf sem og fagnámskeið fyrir almenning og fagfólk.
Einar er formaður faghóps Stjórnvísis um Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu, sjá www.stjornvisi.is eða smella hér Faghópurinn heldur um 10 viðburði á hverju starfsári og eru þeir bæði fræðilegir sem og heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir.

  • Dæmi um viðfangsefni og verkefni 
    Ferlaúttektir og kostnaðargreining
    Gerð og hönnun árangursmælingarkerfa
    Virðismats hlutabréfa, óskráð félag
    Efnisinnihald á námskeiði vegna löggildingar verðbréfamiðlara
    Úttekt vegna flutningskosnaðar
    Reikningsskilalega útfærslu vegna ákveðinna samninga
    Úttekt á reikningsskilaaðferðum fjárfestingarfélags á hlutabréfamarkaði
    Uppbygging á ábyrgðarstöðvum og –einingum
    Úttekt og tillögur að stjórnunarfyrirkomulagi hjá hjálparstofnun
    Dómskvaddur matsmaður og yfirmatsmaður
    Þýðing á öllum IFRS-stöðlunum um reikningsskil yfir á íslensku
    Túlkanir á alþjóðlegu reikningsskilastöðlum, t.d. IAS 39, IFRS 4, IFRS 7 o.fl.
    Kennslulýsingu vegna prófa í verðbréfaviðskiptum.
    Gerð og útfærsla á virðismatslíkönum
    Námskeið og námskeiðahald er tengist reikningsskilum, endurskoðun, greiningu ársreikninga, kostnaðarstýring, kostnaðarstjórnun, frávikagreining o.fl.
    Kennsla/fræðsla í reikningsskilum, endurskoðun, innra eftirliti, stjórnunarkerfi, greining ársreikninga, frávikagreining, samstæðureikningsskil o.fl.
    Sæti í matsnefnd er metur hæfi og hæfni stjórnarmanna.
    Skýrslugerð fyrir ráðuneyti um starfsumhverfi endurskoðenda, (fjórir höfundar)
    Álit um íslenska löggjöf er tengist lögum og reglum vegna reikningsskila eininga tengdum almannahagsmunum.
    Námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki er tengist kostnaðarvitund, kostnaðarþekkingu og kostnaðarstjórnun.
    Sérhönnuð námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki, er hafa menntunarlega og rekstrarlega nálegun.

Verið velkomin að hafa sambandi við ProControl í síma  853-7575 og/eða netfag er procontrol@procontrol.is