ProControl býður eftirfarandi almenn námskeð um fjárhags- og áætlanakerfi

2.1  Fjármagnsskipan fyrirtækja

Fjármagnsuppbygging fyrirtækja hefur mjög mikil áhrif á ávöxtun fyrirtækisins í heild. Farið verðu í helstu atriði er varðar fjármagnsskipan (financial structure) og hvernig uppbyggingin getur aukið ávöxtun af rekstri félagsins. Fjármagnsskipan fyrirtækja er tvískipt, fjármagnsskiptan til lengri tíma litið og fjármagnsskipan við daglegan rekstur. Námskeiðið er ætlað þeim er ábyrgð bera á fjármögnun og fjármálalegri skipan fyrirtækisins að gera.Einnig verður skoðað hvernig fjármagnsskipan (fjárhögun) hefur áhrif á ávöxtunarkröfu.

Markmið: Að auka þekkingu á hvernig fjármagnsskipan hefur áhrif á kennitölur og efnahagslegar frammistöðumælingar.

Markhópur: Milli stjórnendur og æðstu stjórnendur, fjármálasvið/deild

2.2  Fjárhagsáætlanir og eftirfylgni

Í námskeiðinu verður farið í uppbyggingu fjárhags-, kostnaðar- og framleiðsluáætlana og eftirfylgni með þeim. Einnig verður skoðaðar nokkrar mismunandi tegundir áætlana. Ekki er nóg að gera fjárhagsáætlanir, það verður einnig að hafa eftirlit með þeim og hvernig á að lesa út frákvikum sem þar verða. Ef gerð fjárhagsáætlana er ekki byggð á traustum grunni þá getur það leitt til þess að eftirlitið verði óvirkt og röng atriði séu skoðuð og ákvarðanir teknar úr frá því.

Markmið:  Ætlað að auka þekkingu og skilning á gerð áætlana og eftirlit með þeim, sem og hvernig forsendur sem notaðar eru geta haft áhrif á eða jafnvel stýrt eftirlitinu.  

Markhópur:Stjórnendur sem hafa eftirlit með áætlanagerð og framkvæmd þeirra.

2.3  Sjóðstjórnun og eftirlit

Í námskeiðinu er farið í hvernig á að byggja um sjóðsáætlun og hafa eftirlit með þeim. Einnig er rætt um hvaða forsendur verða að vera til staðar til þess að sjóðsáætlun sé marktæk. Námskeiðið er ætlað þeim er vinna með og hafa ábyrgð á daglegri fjármálastjórnun. Farið verður í dagafjölda sem fjármagn (sjóður) er ekki að vinna fyrir fyrirtækið heldur er í biðstöðu.

Markmið: Auka þekkingu á grunnforsendum sjóðstjórnunar og -eftirfylgni.

Markhópur: Stjórnendur, fjármálasvið/deild, fjárreiðudeild.

 2.4  Fyrirsjáanleiki gjaldþrota

Í þessu námskeið er farið í nokkrar helsu aðferðir sem notaðar hafa verið við að spá um gjaldþrot fyrirtækja og stofnana í rekstri. Allar aðferðirnar eru útskýrðar og greindar, m.a. er rætt um kostni og galla aðferðanna. Námskeiðið er ætlað fjármálastjórum og öðrum þeim er bera ábyrgða á fjármálum og fjármálalegum viðskiptum, t.d. við birgja eða viðskiptamenn.

Markmið: Að stjórnendur hafi betri heildarsýn á fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins, eitt og sér, og í samanburði við önnur fyrirtæki.

Markhópur:Stjórnendur og aðilar er tengjast fjármagnsskipan og rekstrarhæfi fyrirtækisins.

2.4    Frávikagreining – ársreikningur

Frávikagreining stuðlar að því að áætluð afkoma verði samanburðarhæf við raunverulega útkomu. Fjárhagsáætlanir byggja yfirleitt á stöðlum sem eru skilgreindir á grundvelli eininga. Þekking á frávikagreiningu leiðir til þess að betri möguleikar eru til staðar að hagræðing/hagkvæmni náist í “næstu umferð” vegna viðkomandi kostnaðarstöðva. Skoðað er t.d. hvernig markaðshlutdeild breytist með hliðsjón af heildarmarkaði.

Markmið: Að auka yfirsýn, þekkingu og áhrifahvaka (impact drivers) á fjárhagslega og rekstrarlega niðurstöðu miðað við áætlanir, þ.e. hvaða vitneskju er hægt að fá um frávikin.

Markhópur: Stjórnendur og ábyrgðaraðilar framleiðslu, -lína og/eða –afurða.

 

 Hafið samband og fáið nánari upplýsingar, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

 

 

Fara efst á síðu