ProControl býður eftirfarandi almenn námskeið um innra eftirlit og innri og ytri endurskoðun.

6.1  Innra eftirlit

Í þessu námskeiði verður fjallað um hvað er innra eftirlit og hvernig virkar það í raun í fyrirtækjum. Í grunninn verður notað skilgreiningin frá COSO, þ.e. Coso-teningurinn. Skoðað er hvað er á bakvið hvert hugtakt og hvernig það snertir og tengist viðkomandi fyrirtæki, miðað við starfsemi og uppbyggingu efnahagsreiknings.

Markmið: Auka skilning á því hvað er innra eftirlit og hvernig það virkar.

Markhópur: Allir starfsmenn sem tengjast rekstri og starfsemi sem og endurskoðunarnefndir.

6.2  Innri endurskoðun

Í þessu námskeiði verður fjallað um hvað er innri endurskoðun og hvernig innri endurskoðun endurspeglast í starfsemi fyrirtækisins. Farið veður í helstu alþjóðlegu staðlana um innri endurskoðun og einnig hvað innri endurskoðun á að vera staðsett í stjórnskipulagi fyrirtækisins.

Markmið: Auka skilning á hlutverki og verkefnum innri endurskoðunar.

Markhópur: Stjórnendur og aðrir starfsemenn sem og endurskoðunarnefndir.

6.3  Endurskoðunarnefndir

Í þessi námskeiði verður fjallað um hlutverk og verkefni endurskoðunarnefnda. Einnig verður skoðað innihalds erindisbréfa til endurskoðunarnefndar frá stjórn fyrirtækisins. Endurskoðunarnefnd er lögskipuð skv. lögum nr. 6/2008 ef viðkomandi félag fellur undir skilgreininguna „eining tengd almannahagsmunum“.

Markmið: Auka skilning á hlutverki og verkefnum endurskoðunarnefnda.

Markhópur: Stjórnarmenn, stjórnendur og nefndarmenn endurskoðunarnefnda.

 6.4  Ytri endurskoðun

Í þessum námskeiði er fjallað um ytri endurskoðun og þá alþjóðlegur endurskoðunarstaðla (ISA) sem ytri endurskoðandi fylgir. Fjallað verður almennt um uppbyggingu á ytri endurskoðun og sá ferill útskýrður. Fjallar er einnig um ytri endurskoðun og eining tengd almannahagsmunum þar sem endurskoðunarnefnd ber að fjalla um endurskoðunaráætlun og óhæði ytri endurskoðanda.

Markmið: Að auka skilning á hlutverki og verkefnum ytri endurskoðenda og endurskoðunarnefnda.

Markhópur: Stjórnendur, reikningshaldssvið, aðrir sérfræðingar.

 

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

Fara efst á síðu