ProControl býður eftirfarandi almenn námskeið að sviði rekstar- og kostnaðarvitundar

Veikleikar við kostnarstjórnun (Weakness in cost-management).  NÝTT NÁMSKEIÐ

Í námskeiðinu verður fjallað um veikleika við útreikning á kostnaði og kostnaðarhlutföllum. Kostnaðarútreikningar er grunnur fyrir ákvörðunartöku. Er kostnaður, allur sem hann er séður? Hvað er Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur og hvernig tengist hann kostnaðarstjórnun? Kostnaður og kostnaðarhlutföll eru oftast mikilvægustu forsendur við hverja ákvörðunartöku. En hvernig á að reikna kostnað? Hverjar eru þrjár víddir rekstrarhæfis hvers fyrirtækis? Hvaða forsendur á að nota við útreikninga? Er rekstrarkostnaður óháður fjárfestingu eða eigið fé félagsins? Þegar samanburður er gerður á raunkostnaði  og áætluðum kostnaði í fjárhagsáætlun, hvernig skal standa að þeim samanburði? Hverjar eru veiku hliðarnar í þessum ferli?
Kostnaður og kostnaðarþróun eru mælikvarðar sem eru oft notaðir vegna árangursmælinga eða atriða tengt árangri. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hver er uppruni kostnaður og hvaða forsendur eru notaðar við útreikning.
Nokkur hugtök sem rætt verður um; Total Cost Management, Executive Decision Rights, Operational Management, Strategic Cost Management, Lifetime Cost, Span of Operation, Span of Costs, Activity Based Costing, operational activities, executive activities, Stock and Flow Ratios, Committed Cost, Discretionary Cost, Capital Dependance og fleiri hugtök.
Hvaða árangursmælikvarða á að nota, prósentureikning, krónutölu, EVA greiningu, ABC greiningu, fræðilega framleiðslukvarða? En hvað með annan kostnað eins og fjárfestingarkostnað, stjórnunarkostnað, óbeinan kostnað, fórnarkostnað? Hafa mismunandi eiginleikar kostnaðar einhver áhrif á rekstarhæfi og eykst alltaf rekstrarhæfi fyrirtækis þegar kostnaður lækkar, eða hvað?

Markmið: Að auka þekkingu og skilning á kostnaðarhegðun og hvernig kostnartölur geta verið villandi þegar kemur að ákvörðunartöku. Kostnaðarvitund hvað vaðar forsendur, eðli og áhrif kostnaðar á rekstur og ákvörðun. Jafnframt að draga fram veikleika og vekja sérfræðinga til umhugsunar um útreikning og framsetningu gagna við almenna kostnaðarstjórnun

Markhópur: Sérfræðingar og aðrir sem bera ábyrgð á kostnaðareftirliti og -þróun í fyrirtækjum, sem og þeir er gera útreikninga vegna verkefna og fjárfestingatækifæra.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunareiningar fyrir endurskoðendur í flokknum Reikningsskil og fjármál.

Námskeiðið tekur 3,5 klst. og sætafjöldi takmarkast 20 þátttakendur.

 

Kostnaðarvitund (Cost knowledge).  NÝTT NÁMSKEIÐ

Áherslan í námskeiðinu Kostnaðarvitund er að auka þekkingu og skilning þátttekenda á því hvað er kostnaður og hvernig hann myndast í rekstri. Oftar en ekki þá gera starsmenn sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem leiðir að aðgerðum þeirra. Það er meðal annars hægt að rekja til þess að sá kostnaður sést ekki alltaf í bókhaldi eða kemur fram nokkrum mánuðum seinna eða jafnvel árum. Í námskeiðinu verða E-in gerð góð skil, þ.e. hagkvæmni, skilvirkni og markvirkni. Þegar kostnaðarlækkun á sér stað, er það þá sjálfgefið að rekstrarhæfi félags aukist? Þýðir aukinn hagnaður betra rekstrarhæfi? Annað atriði sem verða gerð góð skil er eftirfylgnisferlar og/eða eftirlitsferlar. Hvað þarf til að eftirlitsferlar virki?
Hér eru nokkur þeirra hugtaka sem skoðuð verða; Hvað er kostnaður? Hvernig myndast kostnaður? Eyðsla fjármagns og kostnaður, tenging kostnaðar við E-in þrjú, hverjar eru forsendur eftirlitsferla (eða eftirfylgnisferla)? Tegundir eftirlits- og eftirfylgnisferla?

Markmið: Að auka þekkingu og skilning á kostnaði og hvernig kostnaður verður til í rekstri. Auka kostnaðarvitund hvað vaðar forsendur, eðli og áhrif kostnaðar á rekstur með ákvörðun. Jafnframt að draga fram þau atriði sem gera það að verkum ekki sé hugsað um kostnað þegar ákvörðun er tekin.

Markhópur: Starfsmenn, sérfræðingar og aðrir aðilar sem bera ábyrgð á ákveðunum ferlum í fyrirtækjum, t.d. birgðastýringu.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunareiningar fyrir endurskoðendur í flokknum Reikningsskil og fjármál.

Námskeiðið tekur 3,5 klst. og sætafjöldi takmarkast 20 þátttakendur.

 

KPI og raunstaða rekstrar

Í námskeiðinu KPI (Key Performance Indicators) og raunstaðan  er verið að tengja saman árangursmælingar við raunstöðu rekstrar, fjárhags og rekstrarhæfi. En hversu góð er þessi tengin? Sýna frammistöðumælikvarðarnir (KPI´s) raunverulega rekstrar- og fjárhagsstöðu félagsins eða ekki? Ef ekki, þ.e. lítið sem ekkert samband þar á milli, hversu góðar og árangursríkar verða ákvarðanir sem teknar eru á grunni frammistöðumælikvarðanna fyrir reksturinn og rekstrarhæfið í framtíðinni? Kennitölur (Ratios) gegna hér lykilhlutverki og því nauðsynlegt að skilja bakgrunn þeirra.
Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur breyst mjög mikið síðasta áratuginn og hefðbundnir fastir  mælikvarðar nýtast ekki vel, eru jafnvel rangir, til að upplýsa um rekstrarhæfi félagsins í hinu nýja viðskiptaumhverfi. Annað dæmi um þetta atriði er vert að nefna víddirnar (Span) er snerta kostnað, aðgerðir og framvæmd reksturs.
Í námskeiðinu verða ákveðin atriði skoðuð og skilgreind þegar kemur að KPI í þeim tilgangi að skilja kosti og galla. Kennitölu sem mikið eru notaðar í KPI verða skilgreindar og flokkaðar til þess að geta skoðað forspágildi, t.d. hvernig skal flokka og skilgreina „vörubirgðir“ og „verkefnastaða“? Hvað er það sem gerir það að verkum að KPI virkar ekki í dag, eins og það gerði fyrir áratugum? Hvað er það sem KPI útskýrir og skilgreinir ekki, sem getur hafa afdrífanlegar afleiðingar fyrir rekstrarhæfi, vegna mögulegra rekstrar og/eða fjárhagsákvarðana?

Markmið: Að auka þekkingu og skilning á frammistöðumælikvörðum (KPI´s) kostum og göllum þeirra, sem og kennitölur eru oftar en ekki notaðar í þessa mælikvaða. Markmiðið er að efla skilning á frammistöðumælikvörðum og þar af leiðandi að bæta grunn við rekstrarákvörðun.

Markhópur: Stjórnendur, sérfræðingar og aðrir aðilar sem bera ábyrgð á gerð og framsetningu frammistöðumælinga (KPI´s) sem og stjórnendur er hafa ákvörðunarvald og nota frammistöðumælinar sem ákvörðunargunn.

Námskeiðið tekur 2,5 klst. og fjöldi takmarkast 20 þátttakendur.

 

1.1    ABC verkgrundaður kostnaðarútreikningur

Efnisinnihald: Verkgrundaður kostnaðarútreikningur (activity based costing) gerir fyrirtækjum kleift að greina kostnað sinn, t.d. ákveðna afurð, ákveðna deild, ákveðið verkefni. Verkgrundaður kostnaðarútreikningur tekur tillit til þess óbeina kostnaðar sem á sér stað í fyrirtækinu og heimfærir hann á rétta kostnaðarstaði.

Markmið: Að auka kostnaðarvitund stjórnenda, hvernig og hvar kostnaðurinn veður til.

Markhópur: Stjórnendur, ábyrgðaraðilar.

1.2    Kostnaðarumhverfi og ábyrgðstöðvar

Efnisinnihald: Mjög mikilvægt er að kostnaðarumhverfi og ábyrgð innan fyrirtækis sé sett fram með skýrum og ábyrgum hætti. Ef framsetningin er óljós þá “ber enginn ábyrgð” eða “ það er einhver annar sem átti að sjá um þetta…” sem gildir í fyrirtækinu. Ábyrgðarstöð er hluti, svæði, deild eða eining innan fyrirtækis eða stofnunar þar sem ákveðinn aðili er ábyrgur fyrir rekstrinum á skilgreindu tímabili.

Markmið: Að tengja saman kostnað og ábyrgð, þannig að ákvörðun sem tekin er leiði ekki til kostnaðar „annars staðar“ í fyrirtækinu.

Markhópur: Stjórnendur, ábyrgðaraðilar.

1.3    Frávikagreiningkostnaðar- og hagkvæmmisfrávik

Efnisinnihald: Frávikagreining stuðlar að því að áætluð afkoma verði samanburðarhæf við raunverulega útkomu. Áætlanir byggja yfirleitt á stöðlum sem eru skilgreindir á grundvelli eininga. Niðurstaða í frávikagreiningu á að leiða til þess að hagræðing náist í “næstu umferð” vegna viðkomandi kostnaða. Hvar var frávikið og hvernig er hægt að læra af því?

Markmið: Að auka kostnaðarvitund, hagkvæmni og skilvirkni eru samtengd hugtök og tengingu þeirra í rekstrarumhverfi fyrirtækis.

Markhópur:Stjórendur, ábyrgðaraðilar.

1.4    Rekstrarbókhald (Managerial accounting)

Efnisinnihald: Er ætlað þeim sem hafa umsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins, þ.m.t. framleiðslustigi og innkaupum. Gott rekstrarbókhald sameinar þrjú mikilvæg hugtök við daglegan rekstur, þ.e. kostnað, magn og hagnað.

Markmið: Er að auka skilning á rekstrarkostnaði og kostnaðarvitund miðað við framleitt magn og tillit til framleiðslugetu fyrirtækisins.

Markhópur:Stjórnendur framleiðslu og aðrir starfsmenn

1.5    Kostnaðarbókhald (Cost accounting)

Efnisinnihald: Er ætlað þeim sem hafa eftirlit með daglegum rekstri fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Eftirlitið fellst meðal annars í því að vita hvað framleiðslan eða þjónustan kostnar. Hér skiptir ekki máli hvort um er að ræða fjöldaframleidda afurð eða einstök verk. Einnig er nauðsynlegt að hafa gott kostnaðarbókhald til þess að geta úthlutað “réttum” kostnaði á “réttar” deildir eða svið. Reynt verður að svara spurningun eins og; Hversu mikinn kostnað á ákveðin deild eða svið að bera vegna tölvudeildar?

Markmið:  Að auka þekkingu á kostnaði vegna framleiðslu/þjónustu og hvernig hægt er að hafa eftirlit með þeim kostnaði, m.ö.ö. kostnaðarstjórnun. .

Markhópur:Stjórnendur og aðrir aðilar sem bera ábyrgð á þróun kostnaðar.

 

 Hafið samband og fáið nánari upplýsingar um námskeiðin, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

Fara efst á síðu