ProControl býður eftirfarandi almenn námskeið um ársreikninga, reikningsskil, IFRS-staðlar og virðismat hlutabréfa.

4.1   Lestur ársreikninga

Námskeiðið er ætlað byrjendum í að lesa ársreikninga og kynnast helstu kennitölum sem notaðar eru á hlutabréfamarkaði og í ársreikningum fyrirtækja. Einnig verður farið í þau lög og reglur er gilda um ársreikninga.

Markmið: Grunnkennsla í lestri ársreikninga

Markhópur: Einstaklingar sem hafa litla eða enga þekkingu á ársreikningum.

4.2   Greining ársreikninga

Í námskeiðinu Greining ársreikninga (framhald af Lestur ársreikninga) eru skoðaðar ýmsar kennitölur sem notaðar eru til þess að meta frammistöðu fyrirtækisins og stofnunarinnar, t.d.  sl. rekstrarár eða sl.  5 ár. Þessar kennitölur verða flokkarðar eftir notagildi þeirra ásamt því að verða túlkaðar og greindar svo að greinandinn geti metið árangur fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Markmið: Auka skilning á innihaldi ársreikninga og þekkingu til samanburðar við önnur fyrirtæki. Einnig er farið í og útskýrt útreikningur á kennitölum.

Markhópur: Aðilar sem hafa lágmarksþekkingu á ársreikningum og vilja bæta þá þekkingu.

4.3   Samstæðureikningsskil

Samstæðureikningsskil eru algengasta form á framsetningu ársreiknings á hlutabréfamarkaði í dag. Samstæðan sem samanstendur af móðurfélagi og ákveðnum fjölda dótturfélaga hafa hvert fyrir sig sinn eigin ársreikning. Niðurstöður þessara ársreikninga er ekki hægt að leggja saman og þá þannig heildarútkomu samstæðunnar, með því, er m.a. reglan um óháð viðskipti brotin, þess vegna verður að gera sérstök samstæðureikningsskil fyrir öll fyrirtækin innan samstæðunnar. Námskeiðið er ætlað æðri og millistjórnendum fyrirtækja og stofnana.

Markmið: Auka skilning á hvernig er staðið að gerð samstæðureikningsskila og mismunurinn miðað við hefðbundinn ársreikning.

Markhópur: Stjórnendur, reikningshaldssvið/deild, forstöðumenn bókhalds, endurskoðunarnefndir.

4.4  Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar – IFRS

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS) hafa verið innleiddir hér á landi, sbr. lög nr. 3/2006 um ársreikninga. Flest öll stærri fyrirtæki nota IFRS sem grundvöll fyrir gerð og framsetningu reikningsskila sinna. Ekki er alltaf auðvelt að skilja hvað er átt við í viðkomandi reikningsskilastaðli eða hvernig gerð og framsetningu skuli háttað skv. IFRS. Þessi námskeið taka fyrir hvern og einn alþjóðlega reikningsskilastaðal, þannig að hvert námskeið er í raun innihald og túlkun á einum staðli. Þeir staðlar sem viðkomandi fyrirtæki notar mest eða sem hefur einna mest áhrif á reikningsskilin, fer algjörlega eftir eðli rekstrar og eignum og skulum.

Markmið: Auka skilning á innihaldi viðkomandi alþjóðlegs reikningsskilastaðals (IFRS), bæði hvað varðar við gerð og framsetningu reikningsskilanna.

Markhópur: Stjórnendur, reikningshalds- og fjármálasvið/deild, endurskoðunarnefndir.

Velkomin að hafa samband og fá nánari upplýsingar um námskeiðin, netfang   [email protected]  eða í síma 853-7575

Fara efst á síðu