ProControl býður eftirfarandi allmenn námskeið um stjórnunar- og eftirlitskerfi

3.1   Uppbygging stjórnunar- og eftirlitskerfa (management controls systems)

Markmið námskeiðsins er að gera stjórnendur hæfari til að meta þau stjórn- og eftirlitskerfi sem til staðar eru, með því móti er hægt m.a. að leggja mat á það hvort breytinga sé þörf eða ekki. Mikilvægt er fyrir stjórnendur og aðra í fremstu línu fyrirtækja að skilja og geta greint orsakasamhengi í því sem er að gerast í fyrirtækjum. Sjálfstæði deilda og/eða sviða hefur aukist mjög mikið og sem hefur leitt til þess að stjórnendur eru bæði ábyrgir gagnvart sinni deild og einnig með samábyrgð gagnvert fyrirtækinu sem heild. Námskeiðið getur betri innsýn í heildaruppbyggingu stjórnunar- og eftirlitskerfa séð bæði frá deild/sviði og fyrirtækinu sem heild.

Markmið: Auka skilning á því hvernig stjórnunar og eftirlitskerfi virka og hver sé megin tilgangur þeirra, sé út frá hagrænu sjónarhorni.

Markhópur: Stjórnendur, milli stjórnendur og aðrir sem koma að stjórnskipulagi.

 3.2    Veikar hliðar stjórnunarbókhalds (Weakness of management accounting)

Veikar hliðar stjórnunarbókhalds “gleymist” oft vegna þess að það ekki gefst alltaf tími til þess að skoða þessa hluti. Alltaf er talað um hversu nauðsynlegt er að hafa gott stjórnunarbókhald vegna þess að upplýsingastreymið innan fyrirtækisins er undirstaða ákvörðunartöku yfirmanna, t.d. fjárfestingar. Lítið sem ekkert er talað um veikleika þess. Sá sem ekki þekkir veikleikann ofmetur styrkinn og þar með áreiðanleikann. Námskeiðið er ætlað æðri og millistjórnendum fyrirtækja og stofnana.

Markmið: Að auka skilning á þeim hlutum, atriðum, sem stjórnunar- og eftirlitskerfi getur ekki tekið afstöðu til, t.d. gæði, réttar forsendur í módelum. Hvað er rétt módel?

Markhópur: Stjórnendur og aðrir sem hafa ábyrgð og taka ákvarðanir.

 3.3    Markmið stjórnunar- og eftirlitskerfa (management control systems)

Allir eru sammála um nauðsyn að hafa gott stjórnunar- og eftirlitskerfa. (management control systems) en sjaldnar er talað um markmiðið með því og hvaða hlutverki/verkefni á það að gegna/leysa. Oftast er það ekki tengt stefnumarkmið fyrirtækisins sem og daglegum rekstur þess, en það er nauðsynlegt til að stuðla að settu markmiði.

Markmið: Að auka skilning á samtengingu stjórnunar- og eftirlitskerfa annars vegar og stefnumarkmið og eftirfylgni fyrirtækisins hins vegar.

Markhópur: Stjórnendur og aðrir sem vinna við verkferla.

 3.4   Millideildaverðlagning (Transfer pricing)

Millideildaverðlagning (transfer pricing) er kerfi inn stjórnunar- og eftirlistskerfa (MCS) sem hefur verið notað til þess að meta efnahagslega frammistöðu (economic performance) einstakra fyrirtækja og/eða deilda innan samstæðunnar. Ef millideildaverðlagning er ekki unnin fagmanlega frá grunni þá getur afleiðingin orðið sú að hagkvæm eining sýnist vera óhagkvæm og órökréttar ákvarðanir teknar í framhaldinu. Fjallað verður um veikleika sem eru til staðar í millideildarverðlagningu, m.a. þá togstreitu sem getur komið upp meðal stjórnenda. Mikilvægt er að þekkja veikleika kerfa áður en innleiðing hefst til þess að bregðast sem réttast við uppkomnum aðstæðum/deilum.

Markmið: Tilgangur og markmið með millideildaverðlagningu.

Markhópur: Stjórnendur og aðilar sem bera ábyrgð á deildum, sviði og/eða verkefnum.

3.5   Kaupauka- og frammistöðukerfi

Í þessu námskeiði verður farið í helstu tegundir kaupauka- og frammistöðukerfa. Kerfin sem slík gera lítið, það er hönnunin sem skilgreinir ferla og þar ákvarðast skilvirkni og markvirkni kerfisins. Þessi hönnun hefur áhrif á ákvarðanir stjórnenda sem hafa áhrif á rekstur. Kerfin verða útskýrð og greint verður frá kosti og göllum sem fylgja þeim. Námskeiðið er ætlað þeim er bera ábyrgð á tilteknum einingum innan fyrirtækjanna eða stofnanna, t.d. dótturfélög, deildum, svæðum.

Markmið: Auka skilning á uppbyggingu á kaupaukakerfum og virkni þeirra. 

Markhópur: Stjórnarmenn, stórnendur, ábyrgðaraðilar framleiðslu og sviða.

 

 Hafið samband og fáið nánari upplýsingar, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

Fara efst á síðu