ProControl býður eftirfarandi almenn námskeið er varðar útreikninga og aðferðarfræði á markaðsvirði fyrirtækja.

Nýtt …   Veikar hliðar virðismats (Weakness of Valuation Techniques)  - NÝTT NÁMSKEIÐ

Í þessu námskeiði er fjallað um atriði í virðismati sem ekki er að jafnaði talað um, en getur haft afgerandi áhrif á niðurstöðu virðismatsins, þ.e. virði rekstrar eða fyrirtækis. Er hægt að nota hvaða forsendur sem er? Hvaða grunntölur er best að nota? Nafnverð, bókfært verð eða markaðsverð? Hvers vegna “stemma ekki” hlutabréfaútboð? Hvað veldur? Hver er líftími fyrirtækis? Er virðismatið ekki rétt uppbyggt? Er félagið verðlaust, ef neikvætt sjóðstreymi er til staðar? Hvað er rétt virðismat?

Farið er í grundvallargreiningu á þeim atriðum sem ættu að hafa meira vægi við virðismatið og hvaða áhrif þessi atriði kunna að hafa á niðurstöðuna? Mikilvægt er að markvirkni sé til staðar í þeirri aðferðarfræði sem notuð er við virðismat, þ.e. að meta rétt með réttum forsendum þannig að “rétt” virði verði niðurstaðan? Er bara til “eitt rétt virði”?. Aðferðafræðin er almenn en öll fyrirtæki eru einstök, í þessu liggur viðfangsefnið. Sjóðstreymi er mest notað við útreikning á virði. Í námskeiðinu verður t.d. fjallað um hvenær ætti að nota FCFE og hvenær FCFF eða hvenær FCF er ekki raunhæfur valkostur. Ekki eru öll fyrirtæki eins vel rekin, sum eru í rekstrarerfileikum önnur ekki. Hvaða áhrif hefur þetta á forsendur í virðismati? Hvað er það sem skapar virði? Tekin verða dæmi um atriði sem geta hafa mikil áhrif á niðurstöðuna og þau skoðuð og rædd. Einnig verður skoðað hvenær virðið veður til í tíma og hvaða áhrif þessi tímasetning hefur á áhættu fjárfesta?

Markmið: Auka skilning á forsendum sem notaðar eru við virðismat og HVERNIG virðismatslíkan (módel) virka, sem notuð eru við mat á virði rekstrar sem og hlutabréfa.

Markhópur: Markaðsgreinendur, fjárfestar, sérfræðingar og aðrir aðilar sem starfa við greiningu fjárhagsupplýsinga og virðismats. 

Námskeiðið tekur 3,5 klst. og fjöldi takmarkast við 20 þátttakendur.

 Skráning og upplýsingar    [email protected]     eða sími 853-7575

 

5.1  Virðismat fyrirtækja á hlutabréfamarkaði

Í þessu námskeiði er farið í ýmsar virðismatsaðferðir vegna virðismats rekstrar og/eða hlutabréfa. Námskeiðið er framhald að námskeiðunum Lestur ársreikninga og Greining ársreikninga. Einnig verður farið í grunnforsendur virðismats, t.d. vöxt, ávöxtunarkröfu o. fl. Skoðað verða nokkrar aðferðir eins og, frjálst sjóðstreymi, virðismatið skoðað út frá efnahags- og rekstrarreikningi og jafnframt arðgreiðslustefnu félaga. Námskeiðið er ætlað starfandi greinendum fyrirtækja og öðrum þeim er hafa góða þekkingu í reikningsskilum.

Markmið: Auka skilning á forsendum og módelum sem notuð eru við útreikning á virði rekstrar sem og hlutabréfa.

Markhópur: Fjárfestar, greinendur og aðrir aðilar sem starfa við greiningu fjárhagsupplýsinga og virðismat.

 

5.2  Aðlögun reikningsskila félaga við gerð virðismats.

Í þessu námskeiði er farið í undirstöðuatriði í reikningsskilum sem er nauðsynlegt að huga að þegar meta á markaðsvirði félaga/rekstar eða hlutabréfa. Liðir í efnahagsreikningi og rekstrarreikningi eru endurskilgreindir og þeim endurraðað til að fá betri grundvöll fyrir nákvæmara virðismat. Farið verður í atriði er varða ávöxtunarkröfu og hvernig hún breytist í samræmi við  fjárhagslegri uppbyggingu (capital structure) félagsins.

Markmið: Auka skilning á forsendum reikningsskila sem grundvöll fyrir virðismat og áhrif fjárhagshögunar á ávöxtunarkröfuna. 

Markhópur: Greinendur, aðilar sem starfa við greiningu fjárhagsupplýsinga.

 

 

 Hafið samband og fáið nánari upplýsingar, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

Fara efst á síðu