ProControl býður sérhæft námskeið fyrir nefndarmenn endurskoðunarnefnda m.t.t. hlutverks og verkefna þeirra. Nauðsynlegt er að taka tillit til þeirra laga og reglna sem um endurskoðunarnefndir gilda. Fer það eftir því hvers konar eining tengd almannahagsmunum endurskoðunarnefndin tilheyrir. Í Tilmælum framkvæmdastjórnarinnar frá 2005, L52/1 kemur fram m.a. hlutverk og fyrirkomulag stjórna. Þar sem stjórnir fá visst ráðstöfunarvald yfir samsetningu endurskoðunarnefnda þá er mikilvægt að hafa þessi tilmæli til hliðsjónar við skipun í endurskoðunarnefndir. Endurskoðunarnefndir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í fjármálafyrirtækjum sem og öðrum tegundir rekstrar. Því er mjög mikilvægt að samsetning og skipun endurskoðunarnefnda takist með allra best. Eitt fyrirkomulag hentar ekki öllum fyrirtækjum og/eða tegundum rekstrar.

Námskeiðinu er ætlað að gera nefndarmenn hæfari og betri til þess að takast á við þau verkefni sem endurskoðunarnefnd ber að gera, t.d. sjá lög um ársreikninga, 108. gr. þar sem fjallað er um lágmarksverkefni.

Einnig verður fjalla um samskipti endurskoðunarnefnda við stjórn, innri og ytri endurskoðanda og það eftirlit sem nefndinni ber að hafa með endurskoðuninni. Endurskoðunarnefnd ber að samþykkja endurskoðunaráætlun skv. lögum þá veða nefndarmenn að þekkja til endurskoðunaraðferða og -ferla.

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

Fara efst á síðu