ProControl býður ráðgjöf varðandi lagaumhverfi fjármálafyrirtækja með tillit til reikningsskila og endurskoðunar, innra eftirlits sem og innri endurskoðunar. Stjórnunar- og eftirlitskerfi eru mikilvægir þættir í daglegum rekstri því framkvæmd ákvarðana og að upplýsingar komist til skila er forsenda þess að einingin sé rekstrarhæf og stjórnunarhæf.

ProControl býður einnig ráðgjöf og/eða aðstoð til regluvarða. Regluverðir eru mjög mikilvægir í daglegum rekstri fjármálafyrirtækja. Það er meira og minna í þeirra verkahring að gæta að eftirfylgni með lögum og reglum sem og óhæði og siðferði.

ProControl býður einnig ráðgjöf og/eða aðstoð vegna endurskoðunarnefnda. Endurskoðunarnefndir eru mjög mikilvæg þegar kemur að gengsæi, skýrum fjárhagsupplýsingum, uppgjöri og endurskoðun. Þar sem endurskoðunarnefndir eiga að hafa eftirlit m.a. með virki innra eftirlits þá kemur nefndin í raun að daglegum rekstri fjármálafyrirtækja. Samskipti við ytri og innri endurskoðanda er eitt að megin verkefnum og við aðstoðum við þau samskipti, t.d. með því að útbúa spurningarlista og umræðuefni sem endurskoðunarnefnd á að spyrja um og ræða til þess að uppfylla verkefnaskyldu sína, bæði gagnvart fyrirtækin og ekki síst gagnvart samfélaginu. Það er einnig þeirra verkahring að gæta að eftirfylgni með lögum og reglum sem og óhæði og siðferði.

Bjóðum aðlöguð námskeið og/eða fundi/viðtalstíma um ákveðin afmörkuð viðfangsefni.

FME hefur gefið út mikið af reglum og leiðbeinandi tilmælum vegna eftirlitsskyldra eininga. Bjóðum ráðgjöf við innleiðingu, úttektir, álti og/eða skýrslugjöf um efni og innhald útgefins efnis.

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar, netfang   [email protected]     eða í síma    853-7575

Fara efst á síðu