1) Rekstrarhæfi við endurskoðun (Going concern when auditing)

Í þessu námskeiði verður fjallað um þrjú hugtök og hvernig þau tengjast reikningsskilum og þá IFRS og hvernig þau tengjast endurskoðun og þá ISA. Í grunninn verður alltaf að hafa í huga  IAS 1 um gerð og framsetningu reikningsskila og hvernig þessi atriði og hugtök endurspeglast í hugtakinu glögg mynd.

Þessi þrjú hugtök eru 1) rekstrarhæfi (going concern), 2) fjárhagslega burði til lengri tíma (solvency) og 3) að ekki hafa fjárhagslegaburði til lengri tíma (inconvency).


2) Breytt framsetning reikningsskila 

Í þessu námskeið verður fjallað um þá breytingu í framsetningu reikningsskila, í efnahagsreikningi, rekstrarreikningi, sjóðstreymi og skýringum, sem vænta má að taka gildi um 2015, vegna þeirra sameiningar og samvinnu IASB og FASB. US GAAP og IFRS eru á leiðinni að renna saman í eitt sett af alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Í fyrirhugaðri sameiningu verður bæði mikil breyting hvað varðar undirliggjandi hugsun með reikningsskiln og einnig mikil breyting hvernig framsetning þeirra verður.


 

 

Fara efst á síðu