ProControl býður sérhæf námskeið sem aðlöguð eru að menntunar og þekkingar þörf starfsfólks, þ.e. aðlagað að þeirri þekkingu sem viðkomandi starfsfólk þarf á að halda. Þannig er sérhæfing starfsfólks aukin til muna og og samtímis að gera það hæfara til að gegna sínu starfi.

Sem dæmi má nefna starfsfólk reikningshaldsviðs. Viðkomandi fryrtæki er með mikið að fjármálagerningum í efnahagsreikningi sínu og því verða viðkmandi starfsmenn að hafa góða þekkingu á ákveðnum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Námskeiðið myndi verða aðlagað að þeirra starfsumhverfi og ákveðnir alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS) kenndir sem fyrirtækið/félagið þarf mest á að halda, t.d. IAS 39, IFRS 7, IFRS 9 o.s.frv. Það er starfsumhverfið í viðkomandi fyrirtæki sem ræður efnisinnihaldi námskeiðsins. Með þessu móti verða öll boð- og samskipti á námskeiðinu marvissari og marktækari. Það sem mikilvægast er að námsefnið er aðlagað að viðskiptavininum.

Starfsfólk innri endurskoðunar eða endurskoðunardeilda verða að hafa ákveðna grunnþekkingu til þess að geta uppfyllt væntingar, virkni og fagmennsku. Bjóðum bæði sí- og endurmenntunar námskeið og/eða ráðgjöf fyrir ákveðin svið og/eða deildir.

Regluverðir fjármálafyrirtækja þurfa að vera vel innsettir í löggjöf, reglur, reglurgerðir, leiðbeinandi tilmæli ofl. til að sinna sínu starfi. Bjóðum regluvörðum aðstoð við að halda heildtætt utan um alla löggjöf sem regluverðir þurfa að kunna skila á og sjá til þess að ákveðinir starfsmenn, lykilstjórnendur o.fl. þurfa að þekkja. Einnig aðstoðum við að gera próf/verkefni til að sannreyna þekkingu ákveðinna starfsmanna í fjármálaumhverfinu, sbr. lög um fjármálafyrirtæki.

ProControl býðir sambærileg námskeið m.a. á eftirfarandi sviðum; alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar, staðlar vegna innri endurskoðunar, stjórnunar- og eftirlitskerfa, kostnaðarstjórnun og -stýring, virðismatsaðferðir og -tækni, lagaumhverfi fjármálafyrirtækja  o.fl.

Verið velkomin að hafa samband og fá nánari upplýsingar um námskeiðin, netfag [email protected]   eða í síma 853-7575

Fara efst á síðu