Endurskoðun

ProControl býður þjónustu á sviði innri endurskoðunar, innra eftirlits, endurskoðunarnefnda og regluvarða. Aðstoðum við að uppfæra og innleiða ferla til að tryggja gæði og virkni fyrir ofangreind svið. Markvirkni er nauðsynlegt öllum þessum sviði til að upplýsingar sem stjórn fær séu réttar, í réttu magni og á réttum tíma.

Innra eftirlit er eitt af mikilvægustu verkferlum sem til staðar eru, í viðkomandi einingu, en ekkert innra eftirlit er eins. Félög eru mismunandi, þess vegna er ekki hægt að kaupa og innleiða “staðlað” innra eftirlit. Allar upplýsingar, bæði fjárhagslegar og rekstrarlegar sem og ófjárhagslegar, byggja á gæðum og áreiðanleika innra eftirlits. Ef í grunnurinn sem innra eftirlit byggir á er ótraustur og óskilvirkur þá eru mjög miklar líkur til þess að þær upplýsingar sem stjórnendur fá til ákvörðunartöku, ónógar og jafnvel rangar. Því er mjög mikilvægt að sjá til þess og hafa fullvissu fyrir því að innra eftirlit sé skilvirkt og virkni þess taki mið af stefnumarkmiði einingarinnar.

Vissum fyrirtækjum er skylt að hafa innri endurskoðun, t.d. eftirlitsskyldar einingar að hálfu FME. Uppbygging á verkferlum og þekkingu er mjög mikilvægt því það leggur grunn að þeirri faglegu vinnu sem unnin er á stafssviði innri endurskoðunar.

Aðstoðum og veitum ráðgjöf við innleiðingu og uppbyggingu á innri endurskoðunardeildum t.d. hvað varðar verkferla og skilgreina hlutverk og markmið. Hverju sviði og hverri deild er nauðsyn að hafa skilgreint hlutverk sem og vel skilgreinda verkferla til að starfa eftir. Þetta tvennt eykur líkurnar til muna að ná ásættanlegri hagkvæmni og skilvirkni deilda. Með þessu er einnig stuðlað að markvirkni innri endurskoðunar, bæði með tillit til einingarinnar og þeirra laga og reglna sem einingin gildir. Ef markvirkni er ekki til staðar þá nýtist ekki hagkvæmni né skilvirkni deilda til réttrar og ábyrgrar ákvörðunartöku stjórnenda.

Fyrirtæki og stofnanir sem skilgreindar eru sem einingar tengdar almannahagsmunum er skylt að skipa í endurskoðunarnefndir við viðkomandi einingu. Endurskoðunarnefnd er eina undirnefnd stjórnar sem er lögskipuð og hefur þar af leiðandi lögskipað hlutverk sem og verkefni. Aðstoðum við að velja í endurskoðunarnefndir og aðstoðum endurskoðunarnefndir við að framfylgja hlutverki sínu. Aðstoðum við að skipuleggja verkferla sem og að skrifa handbækur fyrir nefndina. Endurskoðunarnefnd þarf að hafa margvísleg samskipti t.d. við stjórn einingarinnar, ytri endurskoðenda, innri endurskoðenda, ábyrgðaraðila innra eftirlits sem og forstöðumenn reikningsskila/reikningshaldsdeildar. Veitum aðstoð og ráðgjöf við suprningar og efnisatriði sem endurskoðunarnefndir verða að spyrja um og þekkja, til þess að rekja sitt hlutverk að kostngæfni, bæði gagnvart fyrirtækinu og samfélaginu. Hvaða upplýsingar á endurskoðunarnefnd að fá, hverra spurninga á endurskoðunarnefnd að spyrja og hvaða upplýsingar/athugasemdir/álit á endurskoðunarnefnd að senda frá sér og þá til hverra? Aðstoðum endurskoðunarnefndir við að framkvæma hlutverk sig af fagmennsku.

Skylt er að hafa regluvörð í tilteknum tegundum af fjármálafyrirtækjum. Hlutverk regluvarðar er mjög mikilvægt til þess að tryggja það að lög og reglur séu virtar. Traust á markaði er mjög mikilvægt fyrir fjármálafyrirtæki. Aðstoðum regluverði við að framkvæma hlutverk sitt af fagmennsku. Gerum handbækur, verkferla- og hlutverkalýsingar fyrir regluvörð. Veitu einnig rauntíma aðstoð vegna síbreytilegra laga- og reglugerða umhverfis.

Verið velkomin að hafa samband við okkur varðandi þessi viðfangsefni, netfang [email protected] og/eða hringja í síma 853-7575.

Fara efst á síðu