ProControl býður hagvernd, ný þjónusta á íslenskum markaði. Hagvernd felur m.a. í sér eftirfylgni fyrir þriðja aðila, t.d. fyrirtæki, stofnanir, fagfjárfesta, félagsamtök, einstaklinga o.fl.. Eftirfylgni (Supervisory) getur farið inn á mjög mörg verksvið, t.d. fjárfestingar, fjárfestingaráætlanir, innleiðingaráætlanir, kostnaðaráætlanir, staðfestingar, áreiðanleikakannanir og fleira.

Hagvernd er ætíð óháð þriðja aðila, bæði í reynd og ásýnd, sem er það fyrsta sem staðfest er. Hagvernd getur birst í mismunandi formi, t.d. skýrsluskil í formi úttektar, álits eða frávikagreiningar um ákveðið/afmarkað efnisatriði, eins og innleiðingaráætlun eða framkvæmdaáætlun eða kostnaðaráætlun.

Hagvernd getur verið bundið við ákveðið viðfangsefni en einnig tímabundinn samningur, í mánuðum eða árum talið. Skýrsla/álit/yfirlit er þá gert á fyrirfram ákveðnu tímabili, t.d. á 2ja mánaðar fresti, og fundir haldnir um markmið hagverndarinnar. Í framhaldi af þessum skýrslu er mögulegt að gera nánari greiningu, ef með þarf.

Hagvernd er þjónusta gagnvart þriðja aðila þar sem hagsmunum viðskiptavinar er gætt í hvívetna. Algjör trúnaður gildir um viðfangsefni samnings.

Dæmi um verkefni og viðfangsefni er falla undir hagvernd

Eftirfylgni með ákveðnum efnisatriðum, t.d.kostnaðaráætlunum, fjárfestingum, framvinduáætlunum o.fl.

Álit og matsgerðir

Hagsmuna umsjón – stjórnarseta – álit á fundargerðum

Aðstoð við faglega greiningu

Aðstoð við faglegt námsefni og uppfærslur

Áreiðanleikakannanir – álit á áreiðaleikakönnunum og öðrum skýrslum.

Óháð úttekt til samanburðar t.d. áætlanir, markmið o.fl.

Eftirfylgni með fjárfestingum, áhættustigi, ávöxtun, kostnaði, umsýslu, áreiðanleika, áætlunum ofl.

Eftirfylgni með fjárfestingastefnum, viðmið, áhættustig, vænt ávöxtun, eftirfylgni.

Álit/skýrsla um mat á yfirtökutilboðum.

Álit/skýrsla við úttektir á verkferlum í fyrirtækjum/stofnunum/sveittarfélögum.

Álit á gæðum ársreikninga t.d. gerð og framsetning reikningsskila, endurskoðun.

Álit/skýrsla á virkni innra eftirlits og innri endurskoðunar.

Álit/skýrsla af þegar gerðum áreiðaleiknakönnunum.

Álit/skýrsla innihaldi annara skýrslna, t.d. skýrslur ytri og innri endurskoðunar, innra eftirlits, regluvarðar ofl.

Álit/skýrsla vegna hlutverka og verkefna endurskoðunarnefnda.

Aðstoð við gerð álita, skýrslna og/eða yfirlestur þeirra, ásamt endurgjöf.

Álit/skýrsla er varðar fjármagnskostnað og áætlaðan væntan fjármagnskostnað.

Aðstoða sérfræðinga/fagfólk/stjórnendur við að uppfæra fagefni, reglur, leiðbeinandi tilmæli, lög og annað efni sem nauðsynlegt er vegna fagþekkingar.

 

Oftar en ekki er talað um eftirlit, en við hjá ProControl tölum um eftirfylgni (Supervisory) þar sem aðalatriðið er að fylgja því eftir að aðgerðir og ákvarðanir séu í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir og/eða fyrirmæli. Eftirfylgnin hefur eitt markmið og það er að auðvelda framtíðar ákvarðanir fyrirtækisins. Eftirfylgnisaðgerðir er hægt að skipta í þrjá aðalflokka; raumtíma eftirfylgni, staðfestingar eftirfylgni og skil- og markvirknis eftirfylgni.

 

Verið velkomin að senda okkur fyrirspurn um viðfangsefni hagverndar á netfangið [email protected].

Fara efst á síðu