Kostnaðarstjórnun og -stýring

ProControl býður ráðgjöf á sviði rekstarkostnaðar fyrirtækja og stofnana. Rekstrarkostnaður er að jafnaði um 90-95% af rekstrartekjum. Því er mjög mikilvægt að góð kostnaðarvitund sé til staðar. Kostnaðarvitund er grunnurinn að árangursríkri kostnaðarstjórnun og –stýring. Kostnaðarvitund kemur bæði inn á hegðun kostnaðar og uppruna, þ.e. hvernig kostnaður verður til í gegnum kostnaðarvaka. Með því móti er m.a. hægt að hafa stjórn á kostnaði. Lögð er áhersla á að aðstoða og/eða veita ráðgjöf til að efla inniviði rekstrarmála fyrirtækisins með auknum skilningi á kostnaðarvitund. Með því móti styrkjast innviðir fyrirtækisins með aukinni fagmennsku og kostnaðarvitund sem er forsenda til betri rekstrarárangurs.

Eftirfylgisferlar (Control Process) eru mjög mikilvægir ferlar í rekstrarumhverfi fyrirtækja og hafa mjög mikilvægu hlutverki að genga. Ef eftirfylgnisferlar og -kerfi virka ekki eins og vera ber, þá eykjst kostnaðurinn, skilvirkni minnkar og hagkvæmni getur horfið með öllu. Því ef mjög mikilvægt að þessi ferlar séu rétt hannaðir og kerfin rétt skilgreind, með því móti aukast líkurnar á því að ná bæði hagkvæmni og skilvirkni í resktri. Nauðsynlegt er að yfirfara þessa ferla með reglulegu millibili og fá faglegt álit á virkni þeirra.

Kostnaður er alls ekki af hinu slæma, því kostnaður skapar í raun tekjur og tekur skapa hagnað. En til þess að kostnaður leiði af sér tekjur þarf kostnaðurinn að vera, virðisaukani kostnaður (value added costs). Sá kostnaður sem við viljum ekki hafa er ekki virðisaukandi kostnaður (non-vaule added costs) því þessi kostnaður skapar ekki tekjur, einungis útgjöld. ProControl aðstoðar við og veitir ráðgjöf við að greina kostnaðarþætti í rekstri fyrirtækja og stofnana. Stjórnlaus kostnaður er ávísun á tapaðan hagnað, því er nauðsynlegt að auka eða hafa þá kostnaðarvitund sem nauðsynleg er viðkomandi rekstri.

Velkomin að hafa samband við okkur og ræða við okkur um kostnað, netfang [email protected] og/eða hringja í síma 853-7575.

Fara efst á síðu