Menntun/námskeið

Markmið ProControl er stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á mikilvægi rekstraraðgerða og stjórnarvídda fyrirtækja og stofnana, samhliða þessu að auka kostnaðarvitund ákvörðunartaka í viðkomandi einingum. Hvernig vitum við hvort útreikningar og skýrslur leiði til aukinnar hagkvæmni, hagræðingar, skilvirkni, markvirkni og/eða betri stjórnarákvörðunar? Kannski eru hlutir mældir af þeirri einni ástæðu að það er hægt að mæla þá. Vert er að hafa í huga orð Alberts Einsteins;

“Not everything that counts can be counted, and not everything that can be counted counts.” Albert Einstein

Námskeið á vegum ProControl hafa þetta að leiðarljósi og þess vegna eru námskeiðin sniðin að þeim sem sækja námskeiðin, þ.e. fræðslustig er miðað við það. Þekking á innviðum rekstrar, m.a. kostnaðar-, aðgerða- og rekstrarvídda sem viðkomandi eining býr við, er nauðsynleg til að auka líkurnar á því að rekstrar- og stjórnunarákvarðanir nái tilsettum markmiði sínu og skili þar með árangri. Kostnaðar- og rekstrarvitund er grunnurinn að samskiptum innan einingarinnar, s.s. vegna upplýsingamiðlunar, stjórnunar, lausafjárstýringar o.fl.

ProControl býður einnig þá einstöku þjónustu að gera úttekt á þekkingarþörf fyrirtækisins miðað við núverandi rekstur og þeirra þekkingar sem nauðsynleg er miðað við stefnumarkmið þess. Að lokinni úttekt er gerð skýrsla um það hvort þekkingarbil sé til staðar eða ekki, og tillögur að þekkingaröflun er gerð til að brúa það bil.

ProControl býður upp á fjölmörg námskeið, sem miða að því að auka menntun, þekkingu og skilning starfsmanna á viðkomandi sviði. Námskeiðin skiptast að stofni til í eftirfarandi flokka, en auk þeirra er boðið upp á sérsniðin námskeið (fyrirtækja og stofnana námskeið) að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Þegar um er að ræða sérsniðin námskeið þá veitir ProControl sérstaka endurgjöf með þeim námskeiðum. Vinsamlegast hafið samband og fáið frekari upplýsingar.

Yfirlit um námskeiða, í hverjum flokki fyrir sig eru allt að fimm mismunandi námskeið:

Almenn námskeið

Kostnaðar- og rekstrarvitund

Fjárhags- og áætlanakerfi

Stjórnunar- og eftirlitskerfi

Reikningsskil og endurskoðun

Virðismat og virðismatstækni

Innra eftirlit, innri endurskoðun

 

Lengri sérhæfðari námskeið

Kostnaðarstýring og -stjórnun – 3 dagar

Stjórnunar- og eftirlitskerfi – 3 dagar

Reikningsskil – alþjóðlegir reikningsskilastaðalar – IFRS

Alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar – ISA

 

Fagnámskeið fyrir

Forstöðumenn innra eftirlits – hlutverk og verkefni

Verksvið innri endurskoðunar – alþjóðlegir staðlar IPPF

Regluvörður – hlutverk og verkefni – eftirlitsskyldra eininga FME

Endurskoðunarnefndir – hlutverk og verkefni

Lögfræðingar/lögmenn – innviðir reikningsskila

Lögfræðingar/lögmenn – innviðir endurskoðunar

Löggildir endurskoðendur – símenntunarnámskeið

 

Verið velkomin að senda okkur fyrirspurn um menntun og námskeið á netfangið [email protected] eða hafa samband í síma 853-7575

 

Fara efst á síðu