Rauntíma eftirfylgni

ProControl býður á einstöku þjónustu að veita rauntíma eftirfylgni, m.a. hvað varðar upplýsingar, menntun, alþjóðlegir staðlar, lög og reglur sem og fagleg þekking. Í nútíma rekstrarumhverfi breytast hlutir hratt og starfsmenn hafa nóg með að sinna sínu starfi af alúð og fagmennsku. Minni tími gefst til að fylgjast með breytingum, nýjungum og siðareglum fagmanna.

ProControl tekur að sér að upplýsa í rauntíma breytingar og/eða nýjungar er verða í starfsumhverfi viðkomandi með rauntíma eftirfylgni. Nýir alþjóðlegir reikningsskila- og endurskoðunarstaðlar (IFRS og ISA) taka sífelldum breytingu og nýjar túlkanir koma frá IFRS og IFAC og getur það verið tímafrekt að fylgjast með öllum þessum breytingum ástam því að sinna daglegum störfum. ProControl tekur saman breytingar og/eða nýjungar á umsömdu sviði, t.d. vegna IAS 39, IFRS 7, IFRS 9 og IFRS 13. Breytingar og/eða nýjungar safnar ProControl saman og sendir eftir samningi til viðkomandi þannig að allar nýjustu raunupplýsingar eru til staðar og fagmennska er um leið í hávegum höfð.

ProControl býður rauntíma eftirfylgni á allmörgu sviði, rekstrar, fjármála, reikningsskila, endurskoðunar, leiðbeinandi tilmæli, laga og reglugerða umhverfi svo eitthvað sé nefnt. Gerð er skýrsla um þær breytingar eða nýjungar eða það sem fallið hefur úr gildi og þar sent samkvæmt samningi.

Þessi þjónusta hentar mjög vel t.d. regluvörðum, lögfræðingum, stjórnarmönnum og öðrum aðilum sem þurfa starfa sinna vegna að vera vel upplýstir og sýna fagmennsku í starfi.

 

Verið velkomin að hafa samband við okkur og athugaðu hvað við getum gert fyrir ykkur í þessum efnum, netfang [email protected] og/eða hringja í síma 853-7575.

Fara efst á síðu