Reikningsskil

ProControl býður þjónustu á sviði reikningsskila og endurskoðunar. Gerð og framsetning reikningsskila er orðinn flókinn og vandasamur ferill. Bjóðum aðstoð við að bæta ferlagerð og ferlahönnun við gerð og framsetningu reikningsskila. Metum t.d. hvaða þekking er til staðar og hvaða þekkingar er þörf til að uppfylla ákvæði um alþjóðlega reikningsskilastaða (IFRS). Gæði og áreiðanleiki fjárhagsupplýsingar byggist ekki einna síst á innra eftirliti. Innra eftirlit skiptir mjög miklu máli í allri fjárhagsupplýsingargjöf og ákvörðunartöku. Bjóðum þjónustu við að yfirfara núverandi innra eftirlit og gera úttekt á virkni þess. Einnig að innleiða ferla við innra eftirlit.

ProControl býður þjónustu og ráðgjöf á sviði innri endurskoðunar og fyrir endurskoðunarnefndir. Aðstoðum við að uppfæra og innleiða ferla til að tryggja gæði og virkni innri endurskoðunar. Einnig aðstoðum við endurskoðunarnefndir við að fylgja eftir hlutverki skv. lögum nr. 3/2006 og uppfæra erindisbréf. Tökum einnig að okkur setu í endurskoðunarnefndum.

ProControl býður þjónustu á sviði lestur og greiningar ársreikninga. Bæði er um að ræða almenna þjónustu og einnig sérhæfða t.d. fyrir lögfræðinga, þrotabú, verkfræðinga og aðra sem þurfa faglega matsgerð. Bjóðum einnig fagleg álit á virðismatsútreikningum og áreiðaleikakönnunum, þar sem áhersla er lögð á að draga fram bæði, styrkleika sem og veikleika skýrslanna.

ProControl býður aðstoð og ráðgjöf til opinberra stofnana og fyrirtæklja vegna framsetningar á reikningsskilum í sambræmi við IPSAS (International Public Sector Accounting Standards) Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar fyrir opinberar stofnanir. Þessir reikningsskilastaðlar eru settir að IPSAS BOARD eða IPSAS Ráðinu og eru notaðir af opinberum stofnunum á heimsvísu.

ProControl býður einnig þjónustu á úttektum á reikningsskila umhverfi, reikningsskilaferlum, lágmarka möguleg reikningsskilaskvik (accounting fraud) og tökum að okkar rannsókn reikningsskila. Gerum handbækur fyrir reikningsskilaferla starfsmanna, yfirmanna og hvernig skal vinna að lágmarka hættuna á reikningsskilassvikum eða -svindli.

 

Fara efst á síðu