Virðismat

ProControl býður þjónusu og ráðgjöf á sviði virðismata á rekstri og/eða hlutabréfum fyrirtækja. Við kaup og sölu á hluta úr rekstri eða félaginu öllu er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir virði þessara hluta. Bjóððum einnig þá þjónustu að uppfæra virði rekstur eða félagsins í heild fyrir stjórn með ákveðnu millibili, t.d. á 6 mánaða fresti.

Í þessu samhengi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeirr ávöxtunarkröfu sem gerð er til rekstursins og þeim fjármagnskostnaði er félagið greiðir. Veitum ráðgjöf við að gefa félaginu einkunn (credit rating) vegna fjármögnunar. Samhliða þessari þjónustu getum við aðstoða stjórnendur við útreikninga á því hvort og þá hvernig nýleg fjárfesting hefur skilað sér í aukinni hagkvæmni og skilvirkni. Samhliða þessu veitum við ráðgjöf við útreikninga á þeim kostnaðarávinning er rekja má til fjárfestingarinnar.

Veitum einnig ráðgjöf um hvaðan og hvernig ávöxtun ársins verður til, t.d. ávöxtun á eigið fé. Gerðar eru frávikagreiningar innan ársins og á milli ára og frávikin grein og túlkuð. Með þessu móti geta stjórnendur aðgreint hvort um raunverulegt vandamál sé að ræða eða ekki, og þá gripið til viðeigandi ráðstafanna.

Bjóðum einnig námskeið til fagfólks í virðismatstækni og virðismati á rekstri og hlutabréfum.

ProControl býður einnig þá þjónustu að gefa álit/skýrslu/umsögn um þegar útgefin virðismöt og/eða áreiðanleikakannanir.

Velkomin að hafa samband við okkur og ræða við okkur eða senda fyrirspurn í þessum efnum, netfang [email protected] og/eða hringja í síma 853-7575.

Fara efst á síðu